Fréttaskýringar

ICS sérhæfir sig í vinnslu á umfjöllunum og útsendingum, einkum á íþróttaviðburðum.

Við getum unnið þetta sjálfstætt í okkar stúdíói þar sem starfsmenn okkar nota myndir við upplýsingaöflun og skapa þannig eigin hljóðrás. Við getum einnig unnið með rétthöfum við miðlun og markaðssetningu opinberra efnisstrauma.

Veðbankar geta nýtt sér umfjallanir til að gera veðmálin eftirsóttari og ýta undir frekari þátttöku og þær henta einnig vinsælum símaþjónustum og útvarpsforritum.

Við veitum sjálfstæðar skýringar á öllum leikjum í ensku úrvalsdeildinni, meistaradeildinni og öðrum evrópskum deildum, og einnig í öllum stærstu alþjóðlegu fótboltamótunum. Við erum einnig opinberir dreifiaðilar skýringa á hestamótum í Bretlandi og getum útvegað þær á hvaða tungumáli sem er vegna samstarfs okkar við GBI, og við veitum fréttaskýringar á helstu íþróttamótunum, svo sem heimsmeistaramótinu í ruðningi og Ashes-mótinu í krikket.

Það er einnig á okkar færi að útvega textaðar umfjallanir sem eru bæði fræðandi og skemmtilegar vegna þess hve stíllinn er flæðandi og áhugavekjandi. Að meðaltali eru 60 uppfærslur í hverjum leik, allir meginviðburðir eins og mörk, rauð spjöld, gul spjöld og innáskiptingar eru teknir með. Við bregðum einnig ljósi á aðra þætti leikjanna, svo sem leikfærni, góðan og slæman leik og lykilákvarðanir dómaranna.

Vinsæli útvarpsþátturinn okkar, Football Live, færir fréttir af mörkum, yfirlit yfir leiki og segir frá öllum helstu evrópsku fótboltadeildunum á hverjum laugardags- og sunnudagseftirmiðdegi.