Myndefni

ICS sérhæfir sig í framleiðslu og snöggri afgreiðslu á spennandi, skilvirku og sérsniðnu myndefni sem gerir viðskiptavinum kleift að bjóða kaupendum sínum efnistengda, umfangsmikla umfjöllun.

Myndbönd eru áhrifarík aðferð til að ná tengslum og auðvelt er að deila þeim á samfélagsmiðlum. Einnig er hægt að bæta öðrum tenglum við, en með því að tengja skylt efni inn á YouTube-rás getur það komið kaupendum til góða á margan hátt. Myndefni

Í starfsliði okkar eru margir sérfróðir blaðamenn sem eru þrautþjálfaðir þulir og kynnar og getum við framleitt umfjallanir um allt sem er efst á baugi eða væntanlega viðburði.

Fréttaritarar okkar geta til dæmis framleitt skemmtilegar stiklur og greiningar á helgarfótboltanum, kappreiðum eða öðrum viðburðum sem veðmál tengjast og hægt er að tengja við óskir viðskiptavinarins. Fréttamenn okkar geta einnig tengt sig við veðbanka og fengið upplýsingar um stöðu og líkur til þess að ýta undir áhuga áheyrandans.

ICS getur einnig framleitt einstök auglýsingamyndbönd um alls konar efni. Ekkert verkefni er of stórt eða of lítið í augum okkar. Við gerum íþróttastiklur, höfum reynslu við sköpun fræðslu- og gamanefnis um ýmislegt eins og t.d. fræga fólkið, skemmtanaiðnaðinn og stjórnmál.